LÓA SPA

Öllum herbergjum (nema hostel gistingu) fylgir aðgangur að Lóa Spa sem er staðsett í kjallara hótelsins. Þar má láta á reyna í líkamsrækt hótelsins og svo slaka á í spainu og njóta þeirrar þjónustu sem hótelið hefur uppá að bjóða.

Spaið samanstendur af heitum potti og kaldri laug, saunaklefa, gufubaði og innrauðum klefa sem er nýjung hjá Lóa Spa, en heilnæmni slíkra klefa er rómuð. Sé þess óskað má panta nudd og snyrtingu í móttökunni, en athugið að slíkt þarf að gera með fyrirvara. Endilega hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

 

BOOK YOUR
HOLIDAYS