VIÐBURÐIR

Vissir þú að B59 Hotel hentar einstaklega vel fyrir alls kyns viðburði? Hvort sem það er smærri fundir, veisla eða ráðstefna erum við hér fyrir þig að njóta

Fundir og ráðstefnur

Fundarsalurinn okkar tekur allt að 80-100 manns í sæti og þar er fyrsta flokks tækni til fundarhala og ráðstefnuhalds. Þá er auðvelt að halda veislur eftir góðan vinnudag hótelinu þar sem starfsfólk okkar í hótelinu og Snorri’s Kitchen & Bar sér um að nóg sé til fyrir alla. Þá er hægt að bjóða uppá minni fundi sniðnum eftir þörfum þíns félags eða stofnunnar.

Árshátíðir

B59 Hotel hentar einstaklega vel fyrir árshátíðir minni eða stærri fyrirtækja. Borgarnes er aðeins í um klukkustundar fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og umhverfið býður uppá afþreyingu og hópefli.

Brúðkaup

Að sjálfsögðu getum við haldið brúðkaupsveisluna og við minnum á að brúðhjónin geta auðveldlega eytt brúðkaupsnóttinni í einni af svítunum okkar eftir móttökuna. Við getum meira að segja aðstoðað við að finna rétta staðinn fyrir athöfnina, en Borgarfjörður og Mýrar eru rómuð fyrir fallega og rómantíska staði og líka kirkjur!

Afmæli

Við getum séð um að gera afmælisdaginn ógleymanlegan! Hvort sem þú vilt halda afmæli fyrir þau allra nánustu eða allan vinahópinn við erum hér fyrir þig. Ferð í spaið er oft frábær byrjun á afmælisdeginum og svo farið í mat og eða veislu í Snorri’s Kitchen & Bar.

Fermingar/skírnarveislur

Auðvitað er minnsta mál að halda veislur fyrir fermingar skírnir eða nafnaveislur. Endilega hafið samband ef það er eitthvað sem við getum aðstoðað með!

Erfidrykkjur

Þegar andlát ber að garði er í mörg horn að líta. Við getum aðstoðað með að heiðra minningu hins látna hér í sal B59 Hotel með erfisdrykkju að athöfn lokinni. Hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

Veisluþjónusta

Ef þú ert með einhvern sérstakan sal fyrir viðburðinn þinn í huga en vantar aðstoð við veitingar getum við svo sannarlega aðstoðað. Snorri’s Kitchen & Bar getur svo sannarlega aðtoðað við það!

Jólahlaðborð 2020

Við erum þegar farin að taka við bókunum fyrir jólahlaðborðin okkar. Endilega hafið bókið tímanlega, því í fyrra komust færri að en vildu.

Við erum með sérstakt B59 jólatilboð sem má fræðast um hér.

BOOK YOUR
HOLIDAYS